Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Þá pældi ég minna í því hvaða deild ég væri að fara"
'Það er leiðinlegt að hafa ekki náð að fara upp með liðinu í fyrra, gæðin voru til staðar í liðinu'
'Það er leiðinlegt að hafa ekki náð að fara upp með liðinu í fyrra, gæðin voru til staðar í liðinu'
Mynd: AB
'Maður sá að metnaðurinn var mikill og þá pældi ég minna í hvaða deild ég væri að fara. Hugsunin var þannig að ef við færum upp þá væri ég kominn upp í næst efstu deild sem er hörku deild og mikill gluggi.'
'Maður sá að metnaðurinn var mikill og þá pældi ég minna í hvaða deild ég væri að fara. Hugsunin var þannig að ef við færum upp þá væri ég kominn upp í næst efstu deild sem er hörku deild og mikill gluggi.'
Mynd: AB
'Ég þekkti Ægi ekki mikið áður en hann kom, en þvílíkur toppmaður'
'Ég þekkti Ægi ekki mikið áður en hann kom, en þvílíkur toppmaður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann varð áfram og það sýnir að hann ætlar klárlega að fara upp með liðið, annars held ég að hann hefði ekki verið áfram'
'Hann varð áfram og það sýnir að hann ætlar klárlega að fara upp með liðið, annars held ég að hann hefði ekki verið áfram'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson er mættur aftur í Bestu deildina eftir að hafa verið í eitt og hálft ár hjá AB Kaupmannahöfn í dönsku C-deildinni. Hann samdi við Vestra á laugardaginn og stimplaði sig strax inn með marki í sigri gegn ÍBV á sunnudag.

Fótbolti.net ræddi við Gústa um tímann í Danmörku.

Sér ekki eftir því að hafa farið til AB
„AB er frábær klúbbur með mikla sögu, frábær heimavöllur, tekur 14 þúsund í sæti, en auðvitað var ekkert fullt á vellinum. Öll umgjörð er mjög fagmannleg. Gæðin í liðinu okkar voru virkilega á. Deildin er svolítið kaflaskipt, toppliðin eru virkilega flott, en það er munur á toppliðunum og þeim sem eru svolítið neðar. Það er erfitt að bera þetta nákvæmlega saman við íslensku deildina, það er fullt af virkilega góðum leikmönnum í deildinni. Getustigið var virkilega gott myndi ég segja."

„Það er frábært að búa í Köben, ég bjó miðsvæðis, æðislegur tími. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið til AB á sínum tíma, þetta var frábær tími."


Leit mjög mikið upp til Jóa Kalla
Jóhannes Karl Guðjónsson tók við sem þjálfari snemma sumarið 2024. Aðeins seinna kom svo Ægir Jarl Jónasson frá KR. Jói Kalli er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður. Hann kom til AB eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

„Það var rosalega gaman að fá þá inn. Það er gaman að vinna undir stjórn Jóa, ég hafði ekki unnið með honum áður, en vissi hversu stórt nafn hann er í íslenskum fótbolta. Ég hef mjög mikinn áhuga á fótbolta og í gamla daga las ég allar Íslensk knattspyrna bækurnar, vissi af ferlinum sem Jói átti og leit mjög mikið upp til hans."

„Það var frábært að vinna með Jóa og líka Ægi. Ég þekkti Ægi ekki mikið áður en hann kom, en þvílíkur toppmaður. Gaman að vinna með þeim tveimur."


Setti sjálfur spurningarmerki við þetta skref
Gústi fór frá Breiðalbiki í janúar 2024. Hver var hugsunin þá?

„Ég man ekki alveg hvernig samningurinn var settur upp hjá Blikunum á sínum tíma, hvort eða hvað þurfti að borga fyrir mig, en þetta var svipað upp á teningnum og núna. Þetta gerðist mjög hratt, ég heyrði af áhuga AB svolítið áður en þetta gerist. Þetta gerist snemma árs, AB nálgaðist mig og ég spurður hvort ég væri til í þetta. Þá kynnti ég mér verkefnið og sé að það er verið að setja virkilega mikið púður í allt saman, verið að sækja mikið af flottum leikmönnum og markmiðið var að fara beint upp um deild."

„Ég stökk á þann glugga, tækifæri til að búa í Köben og reyna hjálpa liðinu að fara upp. Ég sá þetta sem skemmtilegt skref að taka, og ég sé alls ekki eftir því að hafa tekið það skref."


Það voru einhverjir sem settu spurningarmerki við að þú værir að fara úr virkilega sterku íslensku liði í C-deild í Danmörku, varðstu var við þá umræðu?

„Já já, 100%, ég sá alveg að menn voru að setja spurningarmerki við þetta. Og ég líka sjálfur þegar ég heyrði fyrst af áhuganum. Svo kynnti ég mér þetta, sá að umgjörðin var frábær, sé völlinn og hitti fólkið í kringum klúbbinn. Maður sá að metnaðurinn var mikill og þá pældi ég minna í því hvaða deild ég væri að fara. Hugsunin var þannig að ef við færum upp þá væri ég kominn upp í næst efstu deild sem er hörku deild og mikill gluggi. Það er leiðinlegt að hafa ekki náð að fara upp með liðinu í fyrra, gæðin voru til staðar í liðinu."

Sýnir að hann ætlar að fara upp með liðið
Í síðasta mánuði var Jói Kalli sterklega orðaður við ÍA. Fannst þú eitthvað fyrir því?

„Ég sá þetta í umræðunni, á Fótbolti.net og öllu því, og út frá því hugsaði maður að þetta gæti gerst. Það var ekki spennandi að hugsa til þess að hann færi, það væri ekki gott. Hann varð áfram og það sýnir að hann ætlar klárlega að fara upp með liðið, annars held ég að hann hefði ekki verið áfram. Þetta sýnir líka að það er metnaður í þessu félagi, að halda honum."

Væri gaman að fá Ægi á Ísafjörð
Aðeins á léttu nóturnar, er Davíð búinn að tala við þig um hvort það væri möguleiki að fá Ægi líka frá AB?

„Ægi til Vestra? Ég hef ekkert rætt við Davíð um einhver leikmannamál, en það væri klárlega gaman að fá Ægi á Ísafjörð, en ég hef ekkert rætt það við Davíð," segir Gústi og hlær.
Athugasemdir
banner