Juventus er í viðræðum við PSG um að halda franska framherjanum Randal Kolo Muani hjá félaginu. Ítalska félagið hefur einnig rætt við Liverpool um Darwin Nunez.
Kolo Muani var á láni hjá Juventus seinni hluta á síðasta tímabili en félagið vill fá hann aftur á láni með kaupmöguleika.
Nunez var orðaður við Napoli en félagið ákvað að næla í Lorenzo Lucca frá Udinese í staðin.
Napoli var ekki tilbúið að borga 50 milljónir evra sem Liverpool vildi fá en Juventus er tilbúið að nýta sér það og næla í Úrúgvæjann.
Nunez gekk til liðs við Liverpool frá Benfica árið 2022 fyrir 85 milljónir evra. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp sjö til viðbótar í 47 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool á síðustu leiktíð. Hann skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir