Fyrsti Stjörnusigurinn í rúman mánuð
Stjarnan 4 - 1 Afturelding
0-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('10 )
1-1 Benedikt V. Warén ('54 )
2-1 Andri Rúnar Bjarnason ('70 )
3-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('75 )
4-1 Örvar Eggertsson ('84 )
Rautt spjald: Axel Óskar Andrésson , Afturelding ('39)
Lestu um leikinn
0-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('10 )
1-1 Benedikt V. Warén ('54 )
2-1 Andri Rúnar Bjarnason ('70 )
3-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('75 )
4-1 Örvar Eggertsson ('84 )
Rautt spjald: Axel Óskar Andrésson , Afturelding ('39)
Lestu um leikinn
Stjarnan fékk Aftureldingu í heimsókn í síðasta leik 16. umferðar í Bestu deildinni í kvöld.
Afturelding náði forystunni snemma leiks. Hrannar Snær Magnússon átti langt innkast og eftir darraðadans inn á teignum fékk Þórður Gunnar Hafþórsson boltann. Hann átti skot sem fór af Guðmundi Kristjánssyni og í netið.
Það dró til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks. Axel Óskar Andrésson fékk gult spjald og fjórum mínútum síðar fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Alex Þór Haukssyni.
Afturelding var með forystuna í hálfleik en Stjarnan var ekki lengi að nýta sér liðsmuninn í seinni hálfleik þegar Benedikt Warén skallaði boltann í netið.
Stjarnan var með góð tök á leiknum í seinni hálfleik og komst verðskuldað í forystu þegar Andri Rúnar Bjarnason skoraði með skalla eftir sendingu frá Benedikt. Guðmundur Baldvin Nökkvason bætti þriðja markinu við stuttu síðar.
Það var síðan Örvar Eggertsson sem innsiglaði sigur Stjörnunnar undir lokin, en þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar síðan 22. júní. Stjarnan fer upp fyrir Vestra í 5. sæti með 24 stig eins og Fram sem er í 4. sæti. Afturelding er áfram í 7. sæti með 19 stig.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 16 | 10 | 3 | 3 | 42 - 21 | +21 | 33 |
2. Víkingur R. | 16 | 9 | 4 | 3 | 29 - 18 | +11 | 31 |
3. Breiðablik | 16 | 9 | 4 | 3 | 28 - 21 | +7 | 31 |
4. Fram | 16 | 7 | 3 | 6 | 25 - 21 | +4 | 24 |
5. Stjarnan | 16 | 7 | 3 | 6 | 29 - 27 | +2 | 24 |
6. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
7. Afturelding | 16 | 5 | 4 | 7 | 19 - 24 | -5 | 19 |
8. FH | 16 | 5 | 3 | 8 | 26 - 23 | +3 | 18 |
9. ÍBV | 16 | 5 | 3 | 8 | 14 - 23 | -9 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 16 | 4 | 5 | 7 | 36 - 38 | -2 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir