Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   þri 29. júlí 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Íslenskur Mexíkói á reynslu til Bologna
Mynd: JFMX Jovenes Futbolistas MX Twitter X
Greint er frá því á Íslendingavaktinni að efnilegur markvörður með íslenskan bakgrunn sé á reynslu hjá ítalska félaginu Bologna í eina viku.

Markvörðurinn heitir Marcelo Ávalos og er með þrefalt ríkisfang - íslenskt, bandarískt og mexíkóskt.

Hann leikur með unglingaliði Philadelphia Union en áður var hann partur af unglingaliði San Jose Earthquakes.

Faðir Marcelo er mexíkóskur en móðir hans íslensk og er hann því gjaldgengur í yngri landslið Íslands.

Marcelo var valinn í U16 landslið Mexíkó í fyrra og lék hann tvo æfingalandsleiki við jafnaldra sína frá Bandaríkjunum.

Þökk sé íslenska ríkisfanginu þarf Marcelo ekki atvinnuleyfi innan Evrópu. Hann getur samið við nýtt félag eftir 16. afmælisdaginn sinn.

Það er verulegt forskot sem hann hefur á samlanda sína í Bandaríkjunum. Þeir komast ekki til Evrópu fyrr en þau hafa náð 18 ára aldri og gætu fengið beiðni um atvinnuleyfi synjað. Marcelo mun ekki lenda í því.
Athugasemdir
banner
banner