Liverpool hefur sýnt Alexander Isak, sóknarmanni Newcastle, áhuga og leikmaðurinn sjálfur vill skoða möguleika sína.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að málin séu ekki í sínum höndum en enn hafi ekki borist formlegt tilboð í leikmanninn.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að málin séu ekki í sínum höndum en enn hafi ekki borist formlegt tilboð í leikmanninn.
„Við höfum enn ekki fengið neitt formlegt tilboð, hann er enn okkar leikmaður. Ég vona að við getum haldið honum, það er mín ósk að hann verði áfram hjá okkur en ég hef ekki fulla stjórn á því," segir Howe.
Samkvæmt enskum fjölmiðlum er formlegt tilboð væntanlegt frá Liverpool en sóknarmaðurinn vill fara á Anfield.
Athugasemdir