Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 29. júlí 2025 23:50
Snæbjört Pálsdóttir
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals í leiknum í kvöld.
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur féll naumlega úr mjólkurbikarnum í kvöld þegar FH skoraði þriðja mark sitt og stal sigrinum á lokamínútum framlengingar en staðan var jöfn 2-2 að venjulegum leiktíma loknum. 

Aðspurður um tilfinninguna eftir svona svekkjandi tap svaraði Kristján Guðmundsson annar af þjálfurum Vals „Hún er bara allt í lagi, ég meina það var svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik þótt við hefðum skorað þarna á fyrstu mínútu þá var svolítið bras á okkur að halda boltanum og fáum á okkur þarna tvö mörk." 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 FH

„Annars er bara erum við mjög ánægðir með hvernig við komum til baka og spiluðum sterkan seinni hálfleik og fína framlengingu en það féll ekki fyrir okkur en þú veist að mörgu leyti mjög gott en náttúrlega, auðvitað að vinna ekki leikinn er svo annað mál.“

„Við byrjuðum svolítið með reynsluna inn á í byrjun leiksins og héldum þá náttúrulega elstu leikmönnunum inn á sem hafa unnið þetta áður og vita hvernig á að gera þetta og það var hluti að því að við náðum að koma okkur til baka og jafna leikinn og svo vantaði herslumuninn að klára og vinna leikinn. Við hefðum mátt skora aðeins fyrr í seinnihálfleik, við áttum verulega langan sterkan kafla og þeir þurfa alltaf að skila mörkum, það hefði mátt koma fyrr, þá hefðum við nefnilega skorað annað.“

Elín Metta byrjaði leikinn og setti strax sitt mark á hann þegar hún setti sitt fyrsta mark eftir endurkomu og fyrsta mark leiksins á 2. mínútu.

„já mjög gott að fá hana í gang, við erum búin að vera að vinna í því að koma henni í gott stand og það er bara allt að nálgast eða bara komið og það var gott að hún náði að setja hann. Við svosem þekkjum það þegar hún fær boltann í þessari stöðu þá á hún mjög auðvelt með að skora mörk"

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner