Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 09:41
Elvar Geir Magnússon
Alisson sá þriðji sem yfirgefur æfingaferð Liverpool
Luis Díaz er mættur til München
Alisson Becker.
Alisson Becker.
Mynd: EPA
Markvörðurinn Alisson Becker verður ekki með Liverpool í síðasta leik liðsins í æfingaferð í Japan. Hann hefur snúið heim af persónulegum ástæðum.

Hann verður ekki með gegn Yokohama F Marinos í leik sem verður 10:30 í fyrramálið að íslenskum tíma.

Alisson kemur aftur til móts við liðið þegar það heldur heim til Englands eftir að æfingaferðinni lýkur.

Hann er þriðji leikmaður Liverpool sem hefur yfirgefið æfingabúðirnar; á eftir Joe Gomez sem meiddist og Luis Díaz sem er að ganga í raðir Bayern München.

Díaz er í læknisskoðun í Þýskalandi en Bæjarar eru að kaupa hann fyrir 65,5 milljónir punda.


Athugasemdir
banner