Luis Díaz er mættur til München
Markvörðurinn Alisson Becker verður ekki með Liverpool í síðasta leik liðsins í æfingaferð í Japan. Hann hefur snúið heim af persónulegum ástæðum.
Hann verður ekki með gegn Yokohama F Marinos í leik sem verður 10:30 í fyrramálið að íslenskum tíma.
Hann verður ekki með gegn Yokohama F Marinos í leik sem verður 10:30 í fyrramálið að íslenskum tíma.
Alisson kemur aftur til móts við liðið þegar það heldur heim til Englands eftir að æfingaferðinni lýkur.
Hann er þriðji leikmaður Liverpool sem hefur yfirgefið æfingabúðirnar; á eftir Joe Gomez sem meiddist og Luis Díaz sem er að ganga í raðir Bayern München.
Díaz er í læknisskoðun í Þýskalandi en Bæjarar eru að kaupa hann fyrir 65,5 milljónir punda.
Luis Diaz has landed in Germany ahead of completing his £65.5m move to Bayern Munich ???????? pic.twitter.com/NzSAmZPrBB
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 29, 2025
Athugasemdir