„Svekkjandi fyrst og fremst. Mér fannst við byrja leikinn frábærlega, skorum mark og komumst verðskuldað yfir." sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 4-1 tapið á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Afturelding
„Við erum að fá fleiri færi en þeir, erum að verjast mjög vel, þeir voru lítið að ná að opna okkur og lítið að skapa færi en svo bara kemur þetta rauða spjald á 40. mínútu. Axel verið frábær fyrir okkur í sumar en þarna fer hann full geyst í manninn og því miður fær hann rautt spjald og það bara litar þennan leik svakalega mikið."
„Það var erfitt að vera svona lengi manni færri. Stjarnan er með gott lið og afgreiða bara leikinn. Það var ekkert sem benti til þess á 40 mínútu þegar þetta rauða spjald þegar rauða spjaldið fór á loft að þessi leikur myndi enda 4-1 fyrir Stjörnunni."
Stór atvikið í leiknum var þegar Axel Óskar Andrésson henti sér í glórulausa tæklingu á Alex Þór og fékk að líta sitt seinna gula og Afturelding var einum manni færri allan seinni hálfleikinn.
„Hann er bara baráttu maður, hann er búin að vera frábær fyrir okkur í sumar og þarna er eitt moment sem hann fer full geyst, þetta er ekkert brjáluð snerting en hann er flautaður á þetta, tekur sig góðan tíma í þetta, leyfir sókninni að klárast og er greinilega alveg ákveðin í því að þetta sé nægilega mikið til að gefa honum seinna gula og þar með rautt og það er þá bara eins og það er og við þurfum að taka því."
Nánar var rætt við Magnús Má í sjónvarpin hér að ofan.