Leik Breiðabliks og KA í 17. umferð Bestu deildarinnar hefur verið flýtt um rúmlega tvo sólarhringa. Upphaflega átti að spila leikinn þriðjudaginn 5. ágúst klukkan 19:15 en leikurinn fer fram næsta sunnudag, 3. ágúst, og verður flautað til leiks klukkan 16:30 á Kópavogsvelli. Það verða því allavega tveir leikir um Verslunarmannahelgina því ÍBV mætir KR á laugardeginum í Þjóðhátíðarleiknum.
Það er ljóst að Breiðablik mun spila Evrópuleik í næstu viku, og allar líkur á því að það verði gegn Zrinjski Mostar í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildinni.
Liðin spila seinni leiki sína í 2. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni í þessari viku, Blikar eru sex mörkum undir gegn Lech Poznan og Zrinjski er fjórum mörkum undir gegn Slovan Bratislava.
Það er ljóst að Breiðablik mun spila Evrópuleik í næstu viku, og allar líkur á því að það verði gegn Zrinjski Mostar í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildinni.
Liðin spila seinni leiki sína í 2. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni í þessari viku, Blikar eru sex mörkum undir gegn Lech Poznan og Zrinjski er fjórum mörkum undir gegn Slovan Bratislava.
KA gæti einnig spilað Evrópuleik í næstu viku. KA á heimaleik gegn Silkeborg á fimmtudag og ef KA vinnur þann leik fer liðið í 3. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Staðan í einvígi KA og Silkeborg er 1-1 eftir fyrri leik liðanna.
Næstu leikir liðanna
miðvikudagur 30. júlí
Forkeppni Meistaradeildar karla
18:30 Breiðablik-Lech Poznan (Kópavogsvöllur)
fimmtudagur 31. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
18:00 KA-Silkeborg (Greifavöllurinn)
sunnudagur 3. ágúst
Besta-deild karla
16:30 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
fimmtudagur 7. ágúst
Evrópuleikur/ir
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 16 | 10 | 3 | 3 | 42 - 21 | +21 | 33 |
2. Víkingur R. | 16 | 9 | 4 | 3 | 29 - 18 | +11 | 31 |
3. Breiðablik | 16 | 9 | 4 | 3 | 28 - 21 | +7 | 31 |
4. Fram | 16 | 7 | 3 | 6 | 25 - 21 | +4 | 24 |
5. Stjarnan | 16 | 7 | 3 | 6 | 29 - 27 | +2 | 24 |
6. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
7. Afturelding | 16 | 5 | 4 | 7 | 19 - 24 | -5 | 19 |
8. FH | 16 | 5 | 3 | 8 | 26 - 23 | +3 | 18 |
9. ÍBV | 16 | 5 | 3 | 8 | 14 - 23 | -9 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 16 | 4 | 5 | 7 | 36 - 38 | -2 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir