Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   þri 29. júlí 2025 23:19
Ívan Guðjón Baldursson
Ná samkomulagi um Aaron Ramsdale
Ramsdale er með fimm A-landsleiki að baki fyrir England.
Ramsdale er með fimm A-landsleiki að baki fyrir England.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Newcastle United og Southampton eru búin að ná samkomulagi um félagaskipti fyrir markvörðinn Aaron Ramsdale.

Ramsdale fer til Newcastle á lánssamningi sem gildir út tímabilið og er með kaupmöguleika.

Hinn 27 ára gamli Ramsdale fer í læknisskoðun á morgun og er keyptur inn til að berjast við Nick Pope um byrjunarliðssætið.

Sky Sports greinir frá þessu eftir að Fabrizio Romano setti „here we go!" stimpilinn á félagaskiptin.

Ramsdale var aðalmarkvörður Arsenal í tvö ár og var valinn í draumalið ensku úrvalsdeildarinnar eftir tímabilið 2022-23.

Talið er að Newcastle þurfi að greiða um 30 milljónir punda í heildina til að kaupa Ramsdale í sínar raðir. Romano segir kostnaðinn við lánssamninginn vera háan og því miklar líkur á því að Newcastle nýti kaupmöguleikann.
Athugasemdir
banner