Giorgio Scalvini, miðvörður Atalanta, er mjög eftirsóttur en Newcastle og Chelsea hafa meðal annars sýnt honum áhuga.
Það hefur verið rætt og ritað um áhuga Newcastle undanfarið en ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea hafi blandað sér í baráttuna. Atalanta vill fá rúmlega 50 milljónir punda fyrir hann.
Það hefur verið rætt og ritað um áhuga Newcastle undanfarið en ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea hafi blandað sér í baráttuna. Atalanta vill fá rúmlega 50 milljónir punda fyrir hann.
Scalvini er 21 árs gamall en er þrátt fyrir það mjög reynslumikill. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2021 og hefur alls spilað 107 leiki fyrir Atalanta.
Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli en hann sleit krossband fyrir ári síðan og missti þar með af EM með ítalska landsliðinu. Þegar hann var að koma til baka í desember meiddist hann á öxl og þurfti að fara í aðgerð.
Athugasemdir