Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 13:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hætti við að fara til Arsenal og valdi Liverpool
Will Wright.
Will Wright.
Mynd: Salford
Liverpool hefur náð samkomulagi um kaup á Will Wright, ungum framherja Salford.

The Athletic segir frá þessu.

Salford hafði náð samkomulagi við Arsenal um þennan 17 ára gamla framherja en hann hafði verið orðaður við Liverpool fyrir það. Svo kom Liverpool inn í myndina og hefur leikmaðurinn nú náð samkomulagi við Englandsmeistarana.

Wright er talinn afar efnilegur en hann spilaði fjóra leiki með aðalliði Salford á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner