Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 10:30
Innkastið
Þeir sem hafa mest komið á óvart í Bestu - Þrír á báðum listum
Hrannar Snær Magnússon hefur farið á kostum með Aftureldingu.
Hrannar Snær Magnússon hefur farið á kostum með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu voru sérfræðingar þáttarins látnir velja þá leikmenn í Bestu deildinni sem hafa komið þeim mest á óvart á tímabilinu.

Valur Gunnarsson og Haraldur Örn Haraldsson settu hvor saman fimm nöfn á lista og voru þrír á báðum listum.

„Það er augljóst val að velja Daða, hann byrjaði á að taka yfir deildina og það bjóst enginn við því," segir Valur um Daða Berg Jónsson sem er kominn aftur í Víking eftir frábæra frammistöðu á láni hjá Vestra.

Daði er á báðum listum líkt og Hrannar Snær sem hefur verið stórskemmtilegur í liði Aftureldingar og Vuk sem hefur blómstrað í Fram. Alls eru þrír leikmenn Fram á listunum og að auki var Freyr Sigurðsson í Fram nálægt því að detta inn.

Listi Vals: Daði Berg Jónsson í Vestra, Hrannar Snær Magnússon í Aftureldingu, Vuk Oskar Dimitrijevic í Fram, Tómas Bent Magnússon í Val og Viktor Freyr Sigurðsson í Fram.

Listi Haralds: Daði Berg Jónsson í Vestra, Hrannar Snær Magnússon í Aftureldingu, Vuk Oskar Dimitrijevic í Fram, Sigurjón Rúnarsson í Fram og Eiður Gauti Sæbjörnsson í KR.
Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Athugasemdir
banner
banner