Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sesko spenntur fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Benjamin Sesko, framherji RB Leipzig, er mjög eftirsóttur en Newcastle og Manchester United eru að berjast um hann.

Alexander Isak, framherji Newcastle, er sterklega orðaður við Liverpool og Newcastle vill fá Sesko til að taka við af honum. Leipzig vill fá um 80 milljónir evra fyrir hann.

Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi segir að Man Utd sé byrjað að ræða við Sesko og hann sé mjög spenntur fyrir hugmyndum félagsins.

Sesko er 22 ára gamall Slóveni en hann gekk til liðs við Leipzig frá Salzburg árið 2022. Hann hefur spilað 87 leiki fyrir félagið og skorað 39 mörk.


Athugasemdir
banner