
„Vorum smá sloppí í byrjun, síðan skorum við mikilvægasta fyrsta markið og það hjálpaði okkur aðeins. Síðan gáfum við þeim ódýrt hornspyrnumark, þeir eru búnir að blokkera allan leikinn og við klikkuðum aðeins. Geggjað að klára þetta, alvöru iðnaður í lokinn", sagði Kári Kristjánsson eftir leik þegar hans menn í Þrótti unnu sterkan sigur á heimavelli 2-1 í Laugardalnum.
Þróttur lagði leikinn upp með að pressa hátt vitandi það að Fylkir væri létt spilandi lið sem tekur sénsa. Fyrsta markið kom einmitt eftir háa pressu Þróttara þegar Hrafn Tómasson kemst fyrir sendingu Tuma Fannars og boltinn berst til Kára.
Í kjölfarið keyrir Kári upp völlinn og er staddur rétt fyrir utan vítateig og ákveður að láta bara vaða með vinstri og skýtur fast í hægra hornið niðri og Þróttur komið yfir.
„Við vitum að Fylkismenn eru djarfir og það má hrósa þeim fyrir það, þeir vilja spila boltanum. Við þurftum að reyna að grípa hann þarna í neðstu línu. Þá eru þeir galopnir og skoruðum tvö mörk úr því, sem var geggjað"
Þróttur lagði leikinn upp með að pressa hátt vitandi það að Fylkir væri létt spilandi lið sem tekur sénsa. Fyrsta markið kom einmitt eftir háa pressu Þróttara þegar Hrafn Tómasson kemst fyrir sendingu Tuma Fannars og boltinn berst til Kára.
Í kjölfarið keyrir Kári upp völlinn og er staddur rétt fyrir utan vítateig og ákveður að láta bara vaða með vinstri og skýtur fast í hægra hornið niðri og Þróttur komið yfir.
„Við vitum að Fylkismenn eru djarfir og það má hrósa þeim fyrir það, þeir vilja spila boltanum. Við þurftum að reyna að grípa hann þarna í neðstu línu. Þá eru þeir galopnir og skoruðum tvö mörk úr því, sem var geggjað"
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Fylkir
Hvað var Kári að hugsa þegar hann var með boltann rétt fyrir utan teig í fyrsta markinu og ákveður að skjóta með vinstri?
„Hann er búinn að vera sjóðandi heitur vinstri, ég er búinn að skora með vinstri þrjá leiki í röð með sama skoti. Ég vissi að hann myndi syngja í netinu"
En hvað finnst Kára um byrjunina hjá Hrafni Tómassyni, lánsmanni frá KR sem var að spila sinn annan leik í byrjunarliðinu?
„Þetta er bara geðveikur leikmaður eins og allir vita, hann var sturlaður þegar hann var ungur. Hann er kominn til baka úr meiðslum og það sjá allir gæðin í honum. Þetta er bara leiksjórnandi, þetta er Busquets", svaraði Kári og var að vísa í Sergio Busquets fyrrum stórstjörnu Barcelona.
Kári missi af síðasta leik þar sem hann var staddur í Danmörku og æfði með Hobro. Það hafa mörg lið sýnt Kára áhuga og vangaveltur um framtíð hans verið á kreiki.
„Þeir vildu aðeins fá að sjá mig og ég aðeins að sjá þá. Lengjudeildin er svolítið óskrifað blað fyrir þeim, þau langaði að sjá levelið á mér. Þessi vika gékk bara mjög vel en svo hættir þjálfarinn reyndar á sunnudaginn, þannig að þetta er búið að vera smá kaos. Við sjáum bara hvað gerist"
Athugasemdir