Portúgalinn Joao Felix er genginn í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Hann kemur þangað frá Chelsea fyrir 30 milljónir evra. Upphæðin gæti svo hækkað í 50 milljónir evra síðar meir.
Samningur Felix við Al-Nassr gildir til ársins 2027.
Samningur Felix við Al-Nassr gildir til ársins 2027.
Felix, sem er 25 ára gamall, var í viðræðum við uppeldisfélagið sitt Benfica en landi hans, Cristiano Ronaldo, er sagður hafa sannfært hann um að ganga til liðs við Al-Nassr. Þar fær hann líka talsvert hærri laun.
Felix gekk til liðs við Chelsea á láni frá Atletico Madrid í janúar 2023. Hann var síðan á láni hjá Barcelona tímabilið 2023/24 en Chelsea keypti hann síðan síðasta sumar.
Hann var á láni seinni hluta síðasta tímabils hjá AC Milan þar sem hann lék 21 leik og skoraði þrjú mörk.
Athugasemdir