„Frábær sigur. Mjög gott að fá sigur eftir smá erfitt gengi seinustu leiki og þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem lið." sagði Benedikt Warén leikmaður Stjörnunnar eftir 4-1 sigurinn á Aftureldingu í Bestu deild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Afturelding
„Kannski ekki lítið sjálfstraust en við fengum mark á okkur strax en mér fannst við alveg vera halda í boltann. Þeir voru komnir neðarlega á völlinn en síðan fá þeir náttúrulega rautt spjald og eftir það fannst mér við gera mjög vel."
„Við fengum boltann út í breiddina og komum boltanum inn í teiginn og mér fannst það bara ganga mjög vel."
Hvernig sá Benedikt þetta gula spjald sem Axel Óskar fékk í annað sinn í leiknum og þar með rautt?
„Ég held að þetta sé klárlega rautt. Ég sá þetta nú ekki, ég var alveg hinumegin en Lexi er ekkert að dýfa sér og ég myndi segja klárlega rautt."
Benedikt Warén var frábær í dag og var hann spurður hvernig honum hafi fundist sinn leikur?
„Bara fín sko, bara flottur leikur hjá liðinu. Þetta er það eina sem skiptir máli og maður er í þessu til að vinna leiki og þetta gerir næstu daga fyrrir mann að vinna leiki."
Hvað gefur þessi leikur ykkur upp á framhaldið í deildinni?
„Það verður skemmtilegra núna að mæta á æfingar eftir sigurleik, það er alltaf þannig."