Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilfinningin sú að Sesko velji Man Utd fram yfir Newcastle
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: EPA
Samkvæmt Daily Mail er tilfinningin sú hjá Newcastle að Benjamin Sesko muni frekar velja að fara til Manchester United.

Það hefur lítið gegnið á markaðnum hjá Newcastle í sumar og hefur fjöldi leikmanna hafnað félaginu.

Newcastle er núna í leit að sóknarmanni þar sem Alexander Isak vill skoða í kringum sig. Er Sesko sagður efstur á óskalistanum.

Blaðamaðurinn Craig Hope, sem virðist vera með góð sambönd innan Newcastle, segir hins vegar núna að tilfinningin innan félagsins sé sú að Sesko muni frekar velja að ganga í raðir United.

Newcastle hefur því spurst fyrir um Rodrigo Muniz, sóknarmann Fulham.

Sesko er efstur á óskalista Man Utd ásamt Ollie Watkins, sóknarmanni Aston Villa, en David Ornstein, einn áreiðanlegasti blaðamaður Bretlands, segir að United hafi núna ákveðið að fara frekar á eftir Sesko.

Sesko er 22 ára gamall og hefur skorað 39 mörk í 87 leikjum með Leipzig.
Athugasemdir
banner