Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Theodór tekur síðasta dansinn með Gróttu (Staðfest)
Fæddur 1995 og hefur skorað 117 mörk í 225 KSÍ leikjum.
Fæddur 1995 og hefur skorað 117 mörk í 225 KSÍ leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Pétur Theodór Árnason er mættur aftur í uppeldisfélagið Gróttu og er kominn með leikheimild með liðinu fyrir leikinn gegn Dalvík/Reyni sem fram fer á Dalvík á morgun.

Pétur Theodór er mikill markaskorari en hefur verið mjög óheppinn með hnémeiðsli á sínum ferli. Hann lék fyrri hluta tímabilsins með Kríu, venslaliði Gróttu, í 4. deildinni og skoraði sjö mörk í sjö leikjum.

Framherjinn segir við Fótbolta.net að það séu allar líkur á að hann sé að fara spila síðustu leikina á ferlinum núna seinni hluta þessa tímabils.

Framundan eru átta leikir hjá Gróttu í 2. deild og er liðið þremur stigum frá 2. sætinu og sex stigum frá toppsætinu í deildinni.

Eins og fyrr segir er framundan leikur gegn Dalvík/Reyni og svo er leikur gegn Hetti/Hugin í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins eftir Versló.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 14 9 2 3 40 - 22 +18 29
2.    Dalvík/Reynir 14 8 2 4 26 - 13 +13 26
3.    Þróttur V. 14 8 2 4 19 - 14 +5 26
4.    Haukar 14 7 3 4 26 - 21 +5 24
5.    Grótta 14 6 5 3 23 - 16 +7 23
6.    Víkingur Ó. 14 6 4 4 28 - 21 +7 22
7.    Kormákur/Hvöt 14 7 0 7 21 - 25 -4 21
8.    KFA 14 5 2 7 34 - 33 +1 17
9.    KFG 14 5 1 8 23 - 32 -9 16
10.    Kári 14 5 0 9 17 - 33 -16 15
11.    Höttur/Huginn 14 3 3 8 18 - 33 -15 12
12.    Víðir 14 2 2 10 15 - 27 -12 8
Athugasemdir
banner