Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   þri 29. júlí 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalíumeistararnir horfa til Englands
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar Napoli eru í leit að nýjum kantmanni. Dan Ndoye var aðal skotmarkið en hann kaus að skipta frekar yfir til Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.

Napoli ætlar því að sækja nýjan kantmann í ensku úrvalsdeildina, þar sem leikmenn á borð við Raheem Sterling, Jack Grealish og Federico Chiesa koma til greina.

Stjórnendur Napoli ætla að funda með Antonio Conte þjálfara og taka ákvörðun um hvaða kantmenn sé best að eltast við, en Jadon Sancho kemur einnig til greina.

Ljóst er að 24 ára Ndoye gæti orðið mikill liðsstyrkur fyrir Forest á komandi leiktíð. Hann hefur verið lykilmaður í áhugaverðu liði Bologna síðustu tvö ár.

Ndoye er snöggur, teknískur og með góða sendingagetu. Hann er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað vinstra megin.
Athugasemdir
banner