Oliver Heiðarsson, besti leikmaður Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili, æfði með Everton í vetur. Frá því var greint hér á Fótbolta.net fyrr í vetur.
Rafvirkinn var til viðtals hjá Baldri Sigurðssyni í sjónvarpsþættinum Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem frumsýndur var á Stöð 2 Sport í gær.
Hann var skotmark bæði Vals og KA í vetur en ÍBV hafnaði þeim tilboðum sem bárust. Oliver er samningsbundinn ÍBV út tímabilið og setur stefnuna á að komast eins langt og hann getur á ferlinum.
Rafvirkinn var til viðtals hjá Baldri Sigurðssyni í sjónvarpsþættinum Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem frumsýndur var á Stöð 2 Sport í gær.
Hann var skotmark bæði Vals og KA í vetur en ÍBV hafnaði þeim tilboðum sem bárust. Oliver er samningsbundinn ÍBV út tímabilið og setur stefnuna á að komast eins langt og hann getur á ferlinum.
„Það er alltaf gaman að heyra þegar lið hafa áhuga á manni. Ég er samningsbundinn ÍBV og þeir taka ákvörðun hvort þeir vilja hleypa mér eða ekki, þeir vildu ekki hleypa mér í burtu sem er ákveðið hrós líka. Ég er klár í slaginn með ÍBV í sumar," segir Oliver við Baldur.
„Það þýðir ekkert annað en að standa sig eins vel og ég get í sumar og vonandi kemur einhver áhugi."
„Þetta var ekki beint reynsla sem ég fór á í vetur. Þetta var meira að koma, fá að skoða og æfa; sjá hvernig þetta er," segir Oliver sem æfði með Watford og Everton.
„Það var ógeðslega gaman að fá Ashley Young að leggja upp á sig, (Asmir) Begovic að verja frá sér og (James) Tarkowski að negla mann niður og svona. Þetta var ógeðslega góð upplifun og skemmtileg, eitthvað sem ég mun ekki gleyma."
Oliver segir að hans uppáhaldsstaða sé nú framherjastaðan en hann hafði mest spilað sem kantmaður. Hann setur stefnuna á að skora yfir tíu mörk. „Mér er eiginlega alveg sama, fer eftir því hvað þjálfarinn vill. En ef ég fengi að velja þá væri ég til í að skora mörk og vera í 'strikernum'. Markmiðið í sumar er að spila vel og hafa gaman, ég set stefnuna á yfir tíu mörk, þá verð ég sáttur. Ég hef trú á sjálfum mér."
Athugasemdir