Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 01. maí 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þór og KA verða ekki sameinuð á meðan ég er á lífi"
Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs.
Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, segir að knattspyrnufélög Þórs og KA verði ekki sameinuð í bráð; ekki á meðan hann er á lífi alla vega.

Að undanförnu hefur komið upp sú umræða að sameina íþróttafélögin Þór og KA á Akureyri. Félögin spila undir sameiginlegu nafni í Pepsi Max-deild kvenna, en Óðinn er langt frá því að vera hlynntur því að sameina félögin tvö.

„Ég heyrði einhverja umræðu um daginn um sameiningu íþróttafélaga á Akureyri, en mér skilst að það hafi verið misskilin umræða," sagði Óðinn í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net sem skellti sér í ferð til Norðurlands.

„Það er einhver stefna hjá bænum að fækka íþróttafélögum, en Þór og KA verða ekki sameinuð á meðan ég er á lífi."

„Ég er alls ekki hrifinn af KA. Ég hef oft pælt í þessu, ég tel mig vera fullorðinn mann og á þrjú börn, en þetta hatur á KA er eitthvað sem ég hef gaman að. Mér finnst það hluti af þessu öllu. Þetta er inngróið í okkur. Mín upplifun er sú að Þór hatar KA meira en KA hatar Þór. Mér finnst fleiri KA menn vera: 'Ég vil að öllum gangi vel'. Ég tengi lítið við það."

„Eflaust finnst mörgum þetta barnalegt og allt það. Ég hef tekið þessa pælingu milljón sinnum þegar KA lendir undir á móti Val. 'Hvað er ég gamall?' En ég skammast mín ekki neitt við það," segir Óðinn en viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Þórsarar og Magni Grenivík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner