
Það var fjörugur leikur þegar Kórdrengir og ÍBV áttust við í annarri umferð Mjólkurbikars karla í dag.
Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem ÍBV hafði að lokum betur.
Andri Þór Grétarsson, markvörður Kórdrengja, meiddist snemma leiks. Hann missteig sig illa á tíundu mínútu leiksins og það þurfti að bera hann af velli.
Kórdrengir voru ekki með varamarkvörð í dag. Sindri Snær Vilhjálmsson kom til félagsins frá Breiðablik í vetur en hann var ekki með í dag vegna meiðsla.
Varnarmaðurinn Ásgeir Frank Ásgeirsson hljóp því í skarðið og var hann í markinu í meira en 100 mínútur. Það er ekki annað hægt að segja en að hann hafi staðið sig vel. Hann varði meira að segja vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni.
Báðir markverðir Kórdrengja eru meiddir en Lengjudeildin hefst í næstu viku. Kórdrengir verða að sækja markvörð áður en deildin hefst en það leit ekki vel út með meiðsli Andra í dag. Hann gæti mögulega verið með slitna hásin.
Hægt er að lesa meira um gang mála í leiknum hérna.
Ásgeir Frank er geggjaður keeper ⚽️👏
— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) May 1, 2021
Eyjamenn að ströggla gegn Kordrengjum sem eru með Íslenska Kepa Arrizabalags í rammanum, Ásgeir Frank Ásgeirsson. Frábær í löppunum en ekkert spes að verja.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) May 1, 2021
Athugasemdir