Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 01. maí 2022 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Frábær tilfinning að spila góðan og kröftugan leik hérna fyrir framan okkar fólk. Það var troðfullur völlur og mikil stemning og að mínu mati frábær leikur sérstaklega seinni hálfleikur þannig þetta var bara virkilega gott kvöld á Kópavogsvelli," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Það er alltaf svigrúm fyrir bætingar og þarf að vera en þetta var mjög gott. Við fengum held ég ekki færi á okkur nánast og héldum boltanum vel innan liðsins og gáfum hann ekki frá okkur. Pressuðum mjög stíft og hátt uppi og vorum fljótir að vinna hann aftur og vorum mjög góðir að vinna boltann aftur. Sóknarlega fannst mér kannski geta verið aðeins meira flæði og hraða flæði í fyrri hálfleik en það kom síðan í seinni hálfleik og þetta var svo sem aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði."

Einhverjir höfðu áhyggur af því að Blikar hefðu ekki sótt framherja til að fylla skarð Árna Vill en Ísak Snær hefur verið að svara kallinu.              „Ísak er svo sem að spila svipaða stöðu og Árni spilaði í fyrra og að mögu leiti hefur sömu eiginleika, skilar sér í sömu svæði og gerir sömu hluti þannig það er í raun lítill munur á því sem við erum að gera núna og í fyrra."

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner