Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   sun 01. maí 2022 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Frábær tilfinning að spila góðan og kröftugan leik hérna fyrir framan okkar fólk. Það var troðfullur völlur og mikil stemning og að mínu mati frábær leikur sérstaklega seinni hálfleikur þannig þetta var bara virkilega gott kvöld á Kópavogsvelli," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Það er alltaf svigrúm fyrir bætingar og þarf að vera en þetta var mjög gott. Við fengum held ég ekki færi á okkur nánast og héldum boltanum vel innan liðsins og gáfum hann ekki frá okkur. Pressuðum mjög stíft og hátt uppi og vorum fljótir að vinna hann aftur og vorum mjög góðir að vinna boltann aftur. Sóknarlega fannst mér kannski geta verið aðeins meira flæði og hraða flæði í fyrri hálfleik en það kom síðan í seinni hálfleik og þetta var svo sem aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði."

Einhverjir höfðu áhyggur af því að Blikar hefðu ekki sótt framherja til að fylla skarð Árna Vill en Ísak Snær hefur verið að svara kallinu.              „Ísak er svo sem að spila svipaða stöðu og Árni spilaði í fyrra og að mögu leiti hefur sömu eiginleika, skilar sér í sömu svæði og gerir sömu hluti þannig það er í raun lítill munur á því sem við erum að gera núna og í fyrra."

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner