Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   sun 01. maí 2022 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Frábær tilfinning að spila góðan og kröftugan leik hérna fyrir framan okkar fólk. Það var troðfullur völlur og mikil stemning og að mínu mati frábær leikur sérstaklega seinni hálfleikur þannig þetta var bara virkilega gott kvöld á Kópavogsvelli," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Það er alltaf svigrúm fyrir bætingar og þarf að vera en þetta var mjög gott. Við fengum held ég ekki færi á okkur nánast og héldum boltanum vel innan liðsins og gáfum hann ekki frá okkur. Pressuðum mjög stíft og hátt uppi og vorum fljótir að vinna hann aftur og vorum mjög góðir að vinna boltann aftur. Sóknarlega fannst mér kannski geta verið aðeins meira flæði og hraða flæði í fyrri hálfleik en það kom síðan í seinni hálfleik og þetta var svo sem aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði."

Einhverjir höfðu áhyggur af því að Blikar hefðu ekki sótt framherja til að fylla skarð Árna Vill en Ísak Snær hefur verið að svara kallinu.              „Ísak er svo sem að spila svipaða stöðu og Árni spilaði í fyrra og að mögu leiti hefur sömu eiginleika, skilar sér í sömu svæði og gerir sömu hluti þannig það er í raun lítill munur á því sem við erum að gera núna og í fyrra."

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner