Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 01. maí 2022 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Frábær tilfinning að spila góðan og kröftugan leik hérna fyrir framan okkar fólk. Það var troðfullur völlur og mikil stemning og að mínu mati frábær leikur sérstaklega seinni hálfleikur þannig þetta var bara virkilega gott kvöld á Kópavogsvelli," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Það er alltaf svigrúm fyrir bætingar og þarf að vera en þetta var mjög gott. Við fengum held ég ekki færi á okkur nánast og héldum boltanum vel innan liðsins og gáfum hann ekki frá okkur. Pressuðum mjög stíft og hátt uppi og vorum fljótir að vinna hann aftur og vorum mjög góðir að vinna boltann aftur. Sóknarlega fannst mér kannski geta verið aðeins meira flæði og hraða flæði í fyrri hálfleik en það kom síðan í seinni hálfleik og þetta var svo sem aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði."

Einhverjir höfðu áhyggur af því að Blikar hefðu ekki sótt framherja til að fylla skarð Árna Vill en Ísak Snær hefur verið að svara kallinu.              „Ísak er svo sem að spila svipaða stöðu og Árni spilaði í fyrra og að mögu leiti hefur sömu eiginleika, skilar sér í sömu svæði og gerir sömu hluti þannig það er í raun lítill munur á því sem við erum að gera núna og í fyrra."

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner