Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   sun 01. maí 2022 22:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði
watermark Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Frábær tilfinning að spila góðan og kröftugan leik hérna fyrir framan okkar fólk. Það var troðfullur völlur og mikil stemning og að mínu mati frábær leikur sérstaklega seinni hálfleikur þannig þetta var bara virkilega gott kvöld á Kópavogsvelli," sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Það er alltaf svigrúm fyrir bætingar og þarf að vera en þetta var mjög gott. Við fengum held ég ekki færi á okkur nánast og héldum boltanum vel innan liðsins og gáfum hann ekki frá okkur. Pressuðum mjög stíft og hátt uppi og vorum fljótir að vinna hann aftur og vorum mjög góðir að vinna boltann aftur. Sóknarlega fannst mér kannski geta verið aðeins meira flæði og hraða flæði í fyrri hálfleik en það kom síðan í seinni hálfleik og þetta var svo sem aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði."

Einhverjir höfðu áhyggur af því að Blikar hefðu ekki sótt framherja til að fylla skarð Árna Vill en Ísak Snær hefur verið að svara kallinu.              „Ísak er svo sem að spila svipaða stöðu og Árni spilaði í fyrra og að mögu leiti hefur sömu eiginleika, skilar sér í sömu svæði og gerir sömu hluti þannig það er í raun lítill munur á því sem við erum að gera núna og í fyrra."

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner