Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júní 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mount til Man Utd? - Arftaki Mane sagður frá Frakklandi
Powerade
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Martin Terrier.
Martin Terrier.
Mynd: Getty Images
Tielemans er líklega á förum frá Leicester í sumar.
Tielemans er líklega á förum frá Leicester í sumar.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að vinna kapphlaupið um þennan, Calvin Ramsay.
Liverpool er að vinna kapphlaupið um þennan, Calvin Ramsay.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að slúðrinu á þessum miðvikudegi.BBC tók saman þessa mola.

Manchester United er að íhuga að reyna við Mason Mount (23). Það hefur gengið hægt hjá Chelsea að endurnýja samning enska landsliðsmannins, en núgildandi samningur hans rennur út 2024. (Sun)

Liverpool er að fylgjast með Martin Terrier (25), framherja Rennes í Frakklandi. Félagið er að skoða hann sem arftaka Sadio Mane (30) sem er á förum. (Mirror)

Man Utd er að eltast við Darwin Nunez (22), sóknarmann Benfica, sem er metinn á 68 milljónir punda. (Talksport)

Newcastle ætlar sér að gera tilboð í Dominic Calvert-Lewin (25), sóknarmann Everton, en Arsenal og Manchester United eru einnig áhugasöm. (Mirror)

Real Madrid nálgast samkomulag um kaup á miðjumanninum Aurelien Tchouameni (22). Mónakó er búið að hafna tilboðum frá Liverpool og Paris Saint-Germain í leikmanninn. (Goal)

Vonir Man Utd að kaupa miðjumanninn Frenkie de Jong (25) virðast vera engar. Leikmaðurinn ætlar að vera áfram hjá Barcelona. (Times)

Tottenham ætlar að veita Nottingham Forest mikla samkeppni um hægri bakvörðinn Djed Spence (21). Hann var á láni hjá Forest frá Middlesbrough á tímabilinu sem klárast. (Telegraph)

Xavi, stjóri Barcelona, hefur rætt við miðjumanninn Ruben Neves (25) um að koma til Katalóníu. (Sport)

Juventus langar að kaupa miðvörðinn Aymeric Laporte (28) frá Manchester City. (Corriere dello Sport)

Það er áhugi á Oleksandr Zinchenko (25), bakverði Man City, frá bæði Everton og Newcastle. (The Athletic)

West Ham færist nær því að kaupa Nayef Aguerd (26), varnarmann Rennes í Frakklandi. Hamrarnir reyndu líka að kaupa hann síðasta sumar. (Evening Standard)

Arsenal er að sýna miðjumanninum Youri Tielemans (25) mikinn áhuga, en það eru tvö önnur félög líka að gera. Það er fastlega búist við því að Tielemans fari frá Leicester í sumar. (Fabrizio Romano)

Chelsea er búið að endurvekja áhuga sinn á Sergino Dest (21), bakverði Barcelona og bandaríska landsliðsins. (Mail)

Umboðsmaður Miguel Almiron segir að leikmaðurinn sé ekki á förum frá Newcastle í sumar. Hann er sagður vera með riftunarverð í samningi sínum upp á 60 milljónir punda. (Chronicle Live)

Inter Milan ætlar að ræða við umboðsmenn sóknarmannsins Romelu Lukaku (29) um endurkomu til ítalska félagsins í sumar eftir erfitt ár hjá Chelsea. (Guardian)

Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili (21), sem er núna hjá Valencia, er á meðal leikmanna sem Tottenham er að fylgjast með. (Marca)

Leeds og Borussia Dortmund eru í baráttu um Rasmus Kristensen, danskan hægri bakvörð Red Bull Salzburg. Hann er metinn á 10 milljónir punda. (Mail)

Brentford er líka að hugsa um að kaupa Kristensen. (Sun)

Liverpool er að vinna baráttu við Leeds um Calvin Ramsay (18), bakvörð Aberdeen í Skotlandi. (Leeds Live)

Clement Lenglet (26), miðvörður Barcelona, er fáanlegur á láni og hafa nokkur félög úr ensku úrvalsdeildinni áhuga. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner