Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Boltastrákurinn Jóel: Á inni hamborgara hjá Arnari þjálfara
Jóel var ofarlega á blaði í valinu á manni leiksins á mánudaginn.
Jóel var ofarlega á blaði í valinu á manni leiksins á mánudaginn.
Mynd: Víkingur
Boltastrákurinn Jóel Freyr Ingason vakti mikla lukku meðal Víkinga á mánudagskvöldið.

Jóel var fljótur að hugsa og kom boltanum til Óttars Magnúsar Karlssonar sem skoraði í kjölfarið í autt net FH-inga í leik sem endaði með 4-1 sigri Víkinga.

Arnar Gunnlaugsson hrósaði Jóel í viðtali eftir leik. „Mér fannst þetta bara geggjað. Boltastrákurinn var mjög fljótur að hugsa, sendir á Óttar sem sér að markið er autt og sendir hann í markið. Ég myndi kvarta sem FH-ingur en frá mér séð var þetta hrikalega flott mark og vel að verki staðið - bæði hjá boltadrengnum og Óttari. Hann fær einhvern hamborgara hjá okkur,“ sagði Arnar við RÚV í fyrradag.

Aðspurður um loforð Arnars segir Jóel: „Næst þegar ég sé hann þá segi ég að ég á hamborgara hjá honum.“

Nánar er rætt við Jóel á vef RÚV.
Athugasemdir
banner
banner