Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 01. júlí 2022 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Verða örugglega einhverjar breytingar
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að vinna þennan leik klárlega. Mér fannst spilamennskan frábær í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður hvernig við fórum að spila boltanum af sjálfsöryggi sem er eitthvað sem okkur hefur vantað og gerðum bara nokkuð vel í dag og sköpuðum færi til að klára þennan leik.“ Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-2 jafntefli hans manna gegn Selfoss í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Grindavíkurliðið byrjaði leikinn betur en fékk mark á sig sem eftir tæpar tuttugu mínútur sem slökkti heldur í þeim. Snemma í síðari hálfleik jöfnuðu þeir þó leikinn en fengu strax mark í andlitið á eftir. Þeir náðu þó að klóra sig úr því að jöfnuðu áður en yfir lauk. Alfreð hlýtur því að vera ánægður með þann karakter sem liðið sýndi.

„Já klárlega og fitness þjálfarinn að gera gott mót og er að láta þá hlaupa. Við erum í toppformi til þess að spila fótbolta og það sást. Ef það hefðu verið þrjár til fjórar mínútur í viðbót þá held ég að þetta hefði dottið inn en svona er boltinn.“

Félagaskiptaglugginn opnaði í fyrradag og verður opin næstu vikur. Er líklegt að við munum sjá breytingar á leikmannahópi Grindavíkur á næstu vikum?

„Já ég held að það verði örugglega einhverjar breytingar. Allir góðir leikmenn sem styrkja okkar lið eru velkomnir. Við erum bara að skoða það og það er ekkert launungarmál að okkur langar að styrkja hópinn.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner