Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 01. júlí 2022 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Verða örugglega einhverjar breytingar
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að vinna þennan leik klárlega. Mér fannst spilamennskan frábær í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður hvernig við fórum að spila boltanum af sjálfsöryggi sem er eitthvað sem okkur hefur vantað og gerðum bara nokkuð vel í dag og sköpuðum færi til að klára þennan leik.“ Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-2 jafntefli hans manna gegn Selfoss í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Grindavíkurliðið byrjaði leikinn betur en fékk mark á sig sem eftir tæpar tuttugu mínútur sem slökkti heldur í þeim. Snemma í síðari hálfleik jöfnuðu þeir þó leikinn en fengu strax mark í andlitið á eftir. Þeir náðu þó að klóra sig úr því að jöfnuðu áður en yfir lauk. Alfreð hlýtur því að vera ánægður með þann karakter sem liðið sýndi.

„Já klárlega og fitness þjálfarinn að gera gott mót og er að láta þá hlaupa. Við erum í toppformi til þess að spila fótbolta og það sást. Ef það hefðu verið þrjár til fjórar mínútur í viðbót þá held ég að þetta hefði dottið inn en svona er boltinn.“

Félagaskiptaglugginn opnaði í fyrradag og verður opin næstu vikur. Er líklegt að við munum sjá breytingar á leikmannahópi Grindavíkur á næstu vikum?

„Já ég held að það verði örugglega einhverjar breytingar. Allir góðir leikmenn sem styrkja okkar lið eru velkomnir. Við erum bara að skoða það og það er ekkert launungarmál að okkur langar að styrkja hópinn.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner