Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 01. júlí 2024 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Takk fyrir okkur elsku Kristján"
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson hætti nýverið sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.

Kristján var á sínu sjötta tímabili með lið Stjörnunnar en gengi liðsins hefur ekki verið gott í byrjun tímabils. Liðið var í baráttu um Evrópusæti í fyrra en missti af því. Í vetur fóru margir lykilleikmenn úr liðinu og er liðið talsvert lakara en á síðasta tímabil. Stjarnan er í 8. sæti deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki.

Þrátt fyrir erfitt gengi í sumar, þá er greinilega mikil væntumþykja meðal leikmannahópsins í garð Kristjáns.

Leikmannahópur Stjörnunnar hitti nýverið Kristján og gaf honum blóm og þakkaði honum fyrir sín störf fyrir liðið.

„Takk fyrir okkur elsku Kristján. Takk fyrir að berjast alltaf fyrir okkur stelpunum og kvennaknattspyrnu yfir höfuð," segir við myndir sem meistaraflokkur kvenna birtir á Instagram.

„Takk fyrir allar góðu minningarnar. Takk fyrir að vera þú."

Hér fyrir neðan má sjá færsluna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner