
Það var margmenni sem tók á móti Íslandi fyrir fyrstu æfingu liðsins í Sviss síðastliðinn sunnudag.
Það vakti athygli fréttamanns Fótbolta.net að á æfingunni var maður í handboltalandsliðstreyju Íslands.
Það vakti athygli fréttamanns Fótbolta.net að á æfingunni var maður í handboltalandsliðstreyju Íslands.
Þessi maður, sem er frá Sviss, sagðist hafa fengið sér þessa treyju þegar hann var á Íslandi fyrir tólf árum síðan en hann er mikill handboltaáhugamaður. Sá hann það sem kjörið tækifæri að taka treyjuna fram við þetta tilefni.
Treyjan var ekki merkt neinum leikmanni en hann sagði að ef hann hefði merkt treyjuna, þá hefði hann sett Gústavsson á bakið fyrir Björgvin Pál sem spilaði einu sinni með svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen.
Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir