Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. ágúst 2024 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City fær sekt upp á 2 milljónir punda
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City hafa verið sektaðir um rúmlega 2 milljónir punda.

Man City vann sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð á síðustu leiktíð en enska úrvalsdeildin hefur sektað félagið núna fyrir að brjóta reglur.

Reglurnar sem félagið braut snúa að því að hefja leiki seint eða þá að byrja seint eftir leikhlé.

Enska úrvalsdeildin fann 22 dæmi frá síðustu tveimur tímabilum um það að City hefði orsakað það að leikir væru að byrja seint eða þá að seinni hálfleikir væru að byrja seint. Í flestum tilvikum voru seinni hálfleikir hjá City að byrja seint og Pep Guardiola, stjóri liðsins, með sína menn of lengi inn í klefa.

City samþykkti að leysa málið með rúmlega 2 milljón króna sekt.

Annars er City með 115 ákærur frá ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið er ásakað um að brjóta fjármálareglur. Enn hefur engin niðurstaða fengist í það mál.
Athugasemdir
banner
banner
banner