fim 01. október 2020 22:02
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Bið Ólaf velvirðingar á orðum sem voru mér ekki sæmandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, biður Ólaf Inga Skúlasonar, spilandi aðstoðarþjálfara Fylkis, afsökunar á orðavali sínu í viðtölum eftir dramatíska sigurinn gegn Fylki um síðustu helgi.

Ummæli Rúnars í þeim leik hafa dregið dilk á eftir sér. Ólafur lýsti yfir mikilli óánægu með ummælin og þeim hefur nú verið vísað á borð aganefndar.

Rúnar viðurkennir að hafa farið yfir strikið í ummælum sínum en segir þó margt rétt sem hann hafi sagt.

„Einhverjum hefur sárnað þessi ummæli mín og ég ætla að biðja Ólaf Inga velvirðingar á því hér og nú að hafa farið með tvö eða þrjú orð í loftið sem voru mér ekki sæmandi. Það eru samt líka ýmis sannleikskorn í því sem ég er að segja," segir Rúnar.

„Ég hef fengið fullt af símtölum, frá mönnum sem eru sammála mér og svo eru færri sem segja annað. Kannski því þeir þora því ekki svo maður heyrir ekki alveg báðar hliðar."

Í viðtölum eftir leikinn gegn Fylki sagði Rúnar að Ólafur hefði hagað sér eins og fífl og talaði um að þegar lið vinna á þennan hátt væri það svindl og svínarí.

„Ég er ekki vanur því að æsa mig í fjölmiðlum. Það fauk í mig þarna, þetta er fótbolti. Þetta er ástríða og það vilja allir vinna," segir Rúnar
Rúnar Kristins: Viðræðurnar tóku tíu mínútur
Athugasemdir
banner
banner
banner