Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag, gamlársdag, og voru stjörnurnar í stuði.
Sergej Milinkovic-Savic skoraði fyrsta markið í sigri Al-Hilal gegn tíu leikmönnum Al-Kholood en staðan var jöfn, 1-1, í leikhlé. Darwin Núnez lagði upp.
Franski bakvörðurinn Theo Hernández skoraði tvennu eftir leikhlé svo lokatölur urðu 1-3. Stórveldi Al-Hilal er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig eftir 11 umferðir, tveimur stigum á eftir Cristiano Ronaldo og félögum í Al-Nassr.
John Buckley og William Troost-Ekong voru í byrjunarliði Al-Kholood á meðan Malcom og Marcos Leonardo voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Hilal, sem leikur undir stjórn Simone Inzaghi.
Steven Bergwijn skoraði þá og lagði upp í sigri Al-Ittihad. Moussa Diaby lagði markið hans Bergwijn upp.
Al-Ittihad vann 1-3 gegn Neom SC en staðan var jöfn, 1-1, í leikhlé. Bergwijn lagði upp fyrir Roger í fyrri hálfleik en Saïd Benrahma, fyrrum leikmaður West Ham og Lyon, jafnaði fyrir leikhlé.
Al-Ittihad skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum til að tryggja sigurinn og er liðið í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, þremur stigum fyrir ofan Neom.
Danilo Pererira, N'Golo Kanté, Fabinho og Karim Benzema voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Ittihad í dag á meðan Alexandre Lacazette, Luís Maximiano og Ahmed Hegazy voru í byrjunarliði Neom.
Að lokum vann Al-Qadsiah eftir mjög fjörugan slag gegn Al-Shabab.
Al-Qadsiah var á útivelli og komst í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik eftir mörk frá Mateo Retegui, Nahitan Nández og Julian Quinones.
Josh Brownhill og Yannick Carrasco minnkuðu muninn fyrir heimamenn í liði Al-Shabab en það dugði ekki til, svo lokatölur urðu 2-3.
Julian Weigl og Nacho Fernández voru einnig meðal byrjunarliðsmanna í sigurliði Al-Qadsiah, á meðan Yacine Adli, Unai Hernández og Wesley Hoedt þurftu að bíta í það súra epli að tapa á heimavelli.
Al-Shabab er í fallbaráttu með 8 stig eftir 11 umferðir. Al-Qadsiah er í fimmta sæti með 21 stig.
Al-Kholood 1 - 3 Al-Hilal
0-1 Sergej Milinkovic-Savic ('45)
1-1 Ramiro Enrique ('45+5, víti)
1-2 Theo Hernandez ('61)
1-3 Theo Hernandez ('84)
Rautt spjald: Abdulrahman Al-Dawsari, Al-Kholood ('37)
Neom SC 1 - 3 Al-Ittihad
0-1 Roger ('14)
1-1 Said Benrahma ('27)
1-2 Steven Bergwijn ('68)
1-3 Ahmed Al-Ghamdi ('96)
Al-Shabab 2 - 3 Al-Qadsiah
0-1 Mateo Retegui ('12)
0-2 Julian Quinones ('31, víti)
0-3 Nahitan Nandez ('41)
1-3 Josh Brownhill ('61)
2-3 Yannick Carrasco ('92, víti)
Athugasemdir

