Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   lau 01. október 2022 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti leikur Nikolaj í mánuð - „Ég er búinn að eiga erfitt tímabil"
Nikolaj með bikarinn.
Nikolaj með bikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinning er frábær. Það er alltaf gaman að vinna og liðið stóð sig vel í dag," sagði Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkinga, eftir magnaðan sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld.

Nikolaj kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk. Hann gerði sigurmarkið í framlengingunni.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Ég er sóknarmaður og ég vil skora. Ég er búinn að eiga erfitt tímabil. Það er gott að skora tvö mörk og hjálpa liðinu," sagði danski sóknarmaðurinn.

Nikolaj hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu en þetta var fyrsti leikurinn sem hann spilar í mánuð.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Ég hef ekki spilað í langan tíma og lungun mín eru ekki búin að venjast þessu, að spila leiki. Þetta var erfitt og FH gaf okkur góðan leik."

„Það var mjög svekkjandi að sjá FH skora áður en leikurinn kláraðist. Við skoruðum á 88. mínútu og eigum ekki að tapa þessu frá okkur. Þetta var heimskulegt mark. Við þurftum að fara í framlengingu en það var gaman fyrir stuðningsfólkið. Það var mjög mikilvægt að skora snemma í framlengingunni."

„Við gerðum þetta fyrir stuðningsfólkið, Víkingur á þennan bikar," segir Nikolaj en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner