
„Tilfinning er frábær. Það er alltaf gaman að vinna og liðið stóð sig vel í dag," sagði Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkinga, eftir magnaðan sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld.
Nikolaj kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk. Hann gerði sigurmarkið í framlengingunni.
Nikolaj kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk. Hann gerði sigurmarkið í framlengingunni.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Víkingur R.
„Ég er sóknarmaður og ég vil skora. Ég er búinn að eiga erfitt tímabil. Það er gott að skora tvö mörk og hjálpa liðinu," sagði danski sóknarmaðurinn.
Nikolaj hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu en þetta var fyrsti leikurinn sem hann spilar í mánuð.
„Þetta var mjög erfiður leikur. Ég hef ekki spilað í langan tíma og lungun mín eru ekki búin að venjast þessu, að spila leiki. Þetta var erfitt og FH gaf okkur góðan leik."
„Það var mjög svekkjandi að sjá FH skora áður en leikurinn kláraðist. Við skoruðum á 88. mínútu og eigum ekki að tapa þessu frá okkur. Þetta var heimskulegt mark. Við þurftum að fara í framlengingu en það var gaman fyrir stuðningsfólkið. Það var mjög mikilvægt að skora snemma í framlengingunni."
„Við gerðum þetta fyrir stuðningsfólkið, Víkingur á þennan bikar," segir Nikolaj en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir