Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   sun 01. október 2023 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Lisandro Martinez fer í aðgerð á næstu sólarhringum
Mynd: Getty Images
Argentínski varnarmaðurinn Lisandro Martinez fer í aðgerð á fæti á næstu tveimur sólarhringum. Hann verður svo frá keppni til desember hið minnsta og missir því af mikilvægum leikjum með Manchester United.

Þetta verður önnur aðgerðin á fæti sem Martinez undirgengst eftir að hann fótbrotnaði síðasta apríl, en meiðslin gerðu aftur vart við sig í 3-1 tapi gegn Arsenal fyrir mánuði síðan.

Martinez verður fjarverandi í tvo til þrjá mánuði eftir aðgerðina og vonast Erik ten Hag knattspyrnustjóri til að fá leikmanninn aftur fyrir brjáluðu leikjatörnina sem verður á dagskrá í kringum jól og áramót.

Martinez er 25 ára gamall og hefur spilað 51 leik frá komu sinni til Man Utd fyrir rétt rúmu ári síðan. Hann fylgdi Ten Hag frá Ajax til Man Utd og reyndist lykilmaður strax á sínu fyrsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner