Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 01. október 2023 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Ég eyðilegg ekki gæði leikmanna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
José Mourinho stýrði AS Roma til 2-0 sigurs gegn nýliðum Frosinone er liðin mættust í ítalska boltanum í dag.

Paulo Dybala lagði bæði mörk leiksins upp, það fyrra fyrir Romelu Lukaku og það seinna fyrir fyrirliðann Lorenzo Pellegrini.

Mourinho var kátur að leikslokum og ræddi meðal annars um Lukaku, sem spilaði einnig undir hans stjórn hjá Manchester United. Á þeim tíma var Mourinho gagnrýndur fyrir að takast ekki að ná því besta úr Lukaku og var stjórinn meðal annars ásakaður um að gera Lukaku að verri fótboltamanni með aðferðum sínum.

„Núna getur fólk í það minnsta ekki kennt mér um markaþurrðina hans Lukaku... hann getur skorað hérna hjá Roma, alveg eins og hjá Man Utd eða Inter. Ég er ekki þjálfari sem eyðileggur gæði fótboltamanna," sagði Mourinho eftir sigurinn og benti á að Lukaku er kominn með fjögur mörk í sex fyrstu leikjum sínum hjá Roma.

Mourinho kvartaði að lokum undan meiðslavandræðunum sem eru að hrjá varnarlínu Rómverja.

„Ég horfði á leik Juventus gegn Atalanta í kvöld og þegar Bremer meiddist var (Max) Allegri með Daniele Rugani tilbúinn til að koma inn af bekknum. Ég hugsaði með mér: Max, þú ert svo heppinn!"

Miðjumaðurinn Bryan Cristante spilaði sem miðvörður gegn Frosinone í dag, með Evan N'Dicka og Gianluca Mancini sér til aðstoðar. Vandamálið er að Chris Smalling, Diego Llorente og Marash Kumbulla eru allir frá vegna meiðsla og því þurfti Cristante að sinna öðruvísi hlutverki en hann er vanur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner