Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. nóvember 2019 13:36
Magnús Már Einarsson
Xhaka ekki með Arsenal á morgun
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, staðfesti á fréttamannafundi nú rétt í þessu að Granit Xhaka verði ekki með liðinu gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Eins og flestir vita var baulað á Xhaka þegar hann var tekinn af velli í jafnteflisleik gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Xhaka brást reiður við, sendi merkjagjöf í átt að stúkunni og kallaði 'fokk off'. Hann reif sig svo úr treyjunni áður en hann óð beint inn í klefa.

Stuðningsmenn Arsenal voru allt annað en sáttir við hegðun fyrirliðans og kallað hefur verið eftir því að hann verði sviptur fyrirliðabandinu.

Emery vildi ekki tjá sig um það á fréttamannafundi í dag hvort Xhaka verði áfram fyrirliði en hann spilar ekki á morgun.

Xhaka sendi sjálfur frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann útskýrði sína hlið á málinu. Þar sagðist hann vonast eftir að geta náð að endurnýja sambandið við stuðningsmenn Arsenal.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Xhaka: Mér og fjölskyldu minni hótað
Athugasemdir
banner
banner
banner