Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
De Gea að fara á kostum í ítalska boltanum
Spænski markvörðurinn David de Gea.
Spænski markvörðurinn David de Gea.
Mynd: EPA
Spænski markvörðurinn David de Gea hefur komið gríðarlega öflugur inn í ítalska boltann. Eftir að De Gea yfirgaf Manchester United tók hann sér eitt ár í frí áður en hann samdi við Fiorentina í sumar.

De Gea er 33 ára og hefur leikið afskaplega vel í markinu í Flórens, hann átti virkilega flottan leik í 1-0 sigri gegn Genoa í gær.

Þegar tölfræði markvarða ítölsku deildarinnar er skoruð er hann ofarlega í mörgum þáttum. Hann er efstur þegar kemur að hlutfallsmarkvörslu og er í öðru sæti þegar kemur að markvörslum að meðaltali á hverjar 90 mínútur.

Sparkspekingar tala um hann sem besta leikmann ítölsku A-deildarinanr eftir fyrstu tíu umferðirnar.

Hann hefur þrisvar haldið marki sínu hreinu en Fiorentina situr í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar. De Gea átti flottar vörslur í gær, sú besta var þegar hann varði skalla Johan Vasquez yfir slána.

Hjá United var hann leikmaður tímabilsins hjá United fjórum sinnum áður en hann yfirgaf félagið. Andre Onana er nú orðinn aðalmarkvörður hjá Manchester United.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 15 11 1 3 38 17 +21 34
2 Napoli 15 10 2 3 21 10 +11 32
3 Inter 14 9 4 1 34 15 +19 31
4 Fiorentina 14 9 4 1 28 10 +18 31
5 Lazio 15 10 1 4 30 17 +13 31
6 Juventus 15 6 9 0 24 10 +14 27
7 Milan 14 6 4 4 24 16 +8 22
8 Bologna 14 5 7 2 20 18 +2 22
9 Udinese 15 6 2 7 18 22 -4 20
10 Empoli 15 4 7 4 14 15 -1 19
11 Roma 15 4 4 7 18 21 -3 16
12 Torino 15 4 4 7 16 20 -4 16
13 Parma 15 3 6 6 21 25 -4 15
14 Genoa 15 3 6 6 13 24 -11 15
15 Cagliari 15 3 5 7 15 25 -10 14
16 Lecce 15 3 4 8 8 26 -18 13
17 Como 15 2 6 7 16 28 -12 12
18 Verona 15 4 0 11 18 37 -19 12
19 Monza 15 1 7 7 13 19 -6 10
20 Venezia 15 2 3 10 13 27 -14 9
Athugasemdir
banner
banner
banner