Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 01. nóvember 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Gabriel gæti spilað á morgun - Arteta unnið að því að bæta hegðun sína
Varnarmaðurinn brasilíski Gabriel Magalhaes gæti spilað með Arsenal gegn Newcastle í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Gabriel meiddist í 2-2 leik Arsenal gegn Liverpool á Emirates um síðustu helgi en meiðslin voru ekki eins slæm og sumir óttuðust.

„Við æfum á eftir, ef hann klárar þá æfingu þá verður hann með í leiknum," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

Riccardo Calafiori og Martin Ödegaard eru báðir meiddir og verða ekki með. Calafiori verður væntanlega frá í nokkrar vikur en Ödegaard gæti snúið aftur fyrir landsleikjagluggann. Þá er Ben White tæpur fyrir leikinn á morgun.

Arsenal er fimm stigum á eftir toppliði Manchester City.

„Staðan í deildinni er snúin eftir níu leiki. Leikurinn á morgun gegn Newcastle verður erfiður, það verður mikil ákefð og ég er spenntur," segir Arteta.

Á fréttamannafundinum í morgun sagði Arteta að hann væri að reyna að bæta hegðun sína á hliðarlínunni og hemja tilfinningar sínar. Hann er líflegur í boðvangnum en þykir oft fara yfir strikið.

„Ég hef reynt að aðlaga mig til að fara eftir reglum. Það er ekki orðið þannig að ég er bara í hugleiðslu á hliðarlínunni. Ég vil ekki fara í bann og missa af leikjum. Ég get ekki lofað því að ég muni ekki hoppa og hlaupa um þegar við skorum," segir Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner