Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   fös 01. nóvember 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Souness um stjórnendur Man Utd: Vita ekkert
Graeme Souness sparar ekki stóru orðin.
Graeme Souness sparar ekki stóru orðin.
Mynd: Getty Images
Dan Ashworth er yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United.
Dan Ashworth er yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
„Þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera," segir sparkspekingurinn Graeme Souness um þá sem stýra málum hjá Manchester United.

Souness, sem er fyrrum miðjumaður Liverpool og Skotlands, sparar ekki stóru neikvæðu orðin í garð Ineos eigendahópsins sem sér um fótboltamálin hjá United. Þá fær yfirmaður fótboltamála, Dan Ashworth, einnig að heyra það.

„Ég tel að félagið hafi aldrei verið með eins slakan leikmannahóp í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, gæðin í hópnum hafa aldrei verið eins slök."

„Síðan Ineos kom inn öskrar á mig að þeir séu ekki að skilja fótbolta. Nú eiga þeir að vera komnir með fótboltaþenkjandi fólk við stjórnvölinn, Dan Ashworth og Jason Wilcox stýra bak við tjöldin. Ég trúi því ekki að þeir hafi ekki haft sitt að segja um leikmenn sem voru keyptir í sumar."

„Þeir fengu inn Manuel Ugarte, Matthijs de Ligt og Joshua Zirkzee. Ef þeir halda að þessir leikmenn séu nægilega góðir fyrir United þá hafa þeir rangt fyrir sér. Þeir gefa leyfi á að eyða 200 milljónum punda í svona leikmenn. Þeir eru búnir að vera eitt sumar hjá félaginu og svona fóru þeir með það. Ashworth verður að taka ábyrgð."

Rúben Amorim er að taka við liðinu og Souness segir að hann eigi verulega erfitt verkefni fyrir höndum.

„Verkefnið hjá Amorim er að ná því besta úr þessum leikmannahópi, í hvaða kerfi sem það verður. Hann er að ganga inn í gríðarlega erfitt starf," segir Souness.
Athugasemdir
banner
banner
banner