Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. desember 2019 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Stefán Ómar í Leikni F. (Staðfest)
Stefán Ómar í leik með Huginn árið 2016.
Stefán Ómar í leik með Huginn árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Leiknir F. er nú að vinna í því að styrkja hópinn fyrir átökin í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Stefán Ómar Magnússon skrifaði í dag undir samning við Leikni F. Þessi 19 ára gamli sóknarmaður hefur verið samningsbundinn ÍA síðastliðin tvö ár.

Hann á að baki 68 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þessum leikjum 14 mörk.

Í tilkynningu Leiknis segir:

Þau tíðindi eru helst á leikmannamarkaðinum þessa helgina að sóknarmaðurinn Stefán Ómar Magnússon skrifaði undir samning við Leikni í dag.

Allir austfirskir knattspyrnuáhugamenn kannast við Stefán, en hann er 19 ára Seyðfirðingur sem verið hefur á mála hjá ÍA undanfarin tvö ár.
Stefán á þrátt fyrir ungan aldur 68 leiki í meistaraflokki og 14 mörk.

Við bindum miklar vonir við komu Stefáns og bjóðum hann hjartanlega velkominn. Hann verður örugglega jafn góður samherji og hann var óþolandi mótherji.




Athugasemdir
banner
banner