Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   sun 01. desember 2019 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Stefán Ómar í Leikni F. (Staðfest)
Stefán Ómar í leik með Huginn árið 2016.
Stefán Ómar í leik með Huginn árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Leiknir F. er nú að vinna í því að styrkja hópinn fyrir átökin í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Stefán Ómar Magnússon skrifaði í dag undir samning við Leikni F. Þessi 19 ára gamli sóknarmaður hefur verið samningsbundinn ÍA síðastliðin tvö ár.

Hann á að baki 68 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þessum leikjum 14 mörk.

Í tilkynningu Leiknis segir:

Þau tíðindi eru helst á leikmannamarkaðinum þessa helgina að sóknarmaðurinn Stefán Ómar Magnússon skrifaði undir samning við Leikni í dag.

Allir austfirskir knattspyrnuáhugamenn kannast við Stefán, en hann er 19 ára Seyðfirðingur sem verið hefur á mála hjá ÍA undanfarin tvö ár.
Stefán á þrátt fyrir ungan aldur 68 leiki í meistaraflokki og 14 mörk.

Við bindum miklar vonir við komu Stefáns og bjóðum hann hjartanlega velkominn. Hann verður örugglega jafn góður samherji og hann var óþolandi mótherji.




Athugasemdir
banner
banner
banner