Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. desember 2019 17:01
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þýskaland: Borussia M'gladbach á toppinn
Guðlaugur Victor í tapliði
M'gladbach er á toppnum.
M'gladbach er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor var í tapliði í dag.
Guðlaugur Victor var í tapliði í dag.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru á dagskrá þýsku úrvalsdeildarinnar í dag og öðrum þeirra er nú lokið.

Í fyrri leik dagsins mættust Borussia M'gladbach og Freiburg í fjörugum leik þar sem sex mörk voru skoruð.

Marcus Thuram kom heimamönnum yfir á 3. mínútu, sú forysta hélst ekki lengi því Jonathan Schmid jafnaði þremur mínútum síðar. Staðan 1-1 í hálfleik.

Breel Embolo kom heimamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks og fimm mínútum síðar skoraði Patrick Herrmann þriðja markið, staðan þar með orðin 3-1.

Gestirnir í Freiburg minnkuðu muninn á 58. mínútu þegar Lucas Holer skoraði, nær komust þeir hins vegar ekki. Breel Embolo bætti við fjórða marki M'gladbach á 71. mínútu, ekki voru skoruð fleiri mörk og niðurstaðan 4-2 sigur heimamanna.

Borussia M'gladbach fór á toppinn með þessum sigri, þeir eru með stigi meira en Leipzig sem er í 2. sæti. Freiburg er í 6. sæti með 22 stig.

Borussia M. 4 - 2 Freiburg
1-0 Marcus Thuram ('3 )
1-1 Jonathan Schmid ('6 )
2-1 Breel Embolo ('46 )
3-1 Patrick Herrmann ('51 )
3-2 Lucas Holer ('58 )
4-2 Breel Embolo ('71 )

Tvö Íslendingalið áttu leik í 1. deild í Þýskalandi fyrr í dag, Sandhausen lið Rúriks Gíslasonar hafði betur gegn Stuttgart 2-1 þar sem Rúrik kom ekkert við sögu.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í liði
Darmstadt sem tapaði 1-3 gegn Arminia Bielefeld.
Athugasemdir
banner
banner
banner