Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   mið 01. desember 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Tími til að borga Juventus til baka
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: EPA
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, hefur opinberað hvað hann sagði við leikmenn sína fyrir 2-0 sigurleikinn gegn botnliði Salernitana í ítölsku A-deildinni í gær.

Juventus hefur átt mjög erfitt uppdráttar á tímabilinu en lyfti sér upp í sjöunda sætið með sigrinum.

„Strákarnir stóðu sig vel í kvöld. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími að undanförnu," sagði Allegri.

„Ég sagði við liðið fyrir leikinn að Juventus hefði gefið okkur svo mikið og það væri kominn tími til að við sýndum ábyrgð og borguðum félaginu tl baka. Við þurftum að halda einbeitingu því okkur hefur oft mistekist gegn minni félögum á þessu tímabili."

„Við höfum misst af of mörgum stigum í deildinni. Leikmenn eru með hæfileikana en þeir taka framförum með því að læra af mistökunum."

„Það er verið að byggja upp nýtt lið og það koma hæðir og lægðir. Ég er enn að læra inn á leikmenn og þeir að læra inn á mig. Við spilum á þriggja daga fresti," sagði Allegri.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 15 10 0 5 16 8 +8 30
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner
banner
banner