
Ótrúlegir hlutir eru að gerast í E-riðli en Spánn og Þýskaland voru með forystu í hálfleik og voru á leið í útsláttakeppnina.
Japan skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla og náðu forystunni gegn Spánverjum. Það þýddi að Þýskaland var á leið úr keppni á kostnað Japana.
Síðara mark Japan var ansi umdeilt en eftir að VAR skoðaði það var það dæmt gilt. Boltinn var hársbreidd frá því að fara út fyrir endalínuna.
Nú rétt í þessu var Kosta Ríka að jafna gegn Þýskalandi og senda þá í botnsæti riðilsins.
Ef Kosta Ríka nær í sigurmark og Japan vinnur Spán fara stóru þjóðirnar heim með skottið á milli lappana.
Athugasemdir