Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
banner
   mið 31. desember 2025 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Zaha lagði upp og Guessand skoraði
Endurkomusigrar hjá stórveldunum
Mynd: Charlotte FC
Mynd: EPA
Seinni leikjum dagsins í Afríkukeppninni er lokið þar sem stórveldi Fílabeinsstrandarinnar og Kamerún unnu laglega endurkomusigra.

Fílabeinsströndin lenti tveimur mörkum undir gegn Gabon, en náði að snúa stöðunni við til að sigra 3-2. Pierre-Emerick Aubameyang var ekki með, líklega vegna meiðsla eða veikinda.

Wilfried Zaha lagði upp fyrsta mark Fílabeinsstrandarinnar í endurkomunni áður en honum var skipt af velli fyrir Evann Guessand leikmann Aston Villa. Guessand jafnaði svo metin áður en hinn bráðefnilegi Bazoumana Touré gerði sigurmarkið. Touré er 19 ára kantmaður Hoffenheim.

Fílabeinsströndin endar á toppi F-riðils með 7 stig, alveg eins og Kamerún. Liðin eru með svipaða markatölu en Fílabeinsströndin tekur toppsætið vegna fleiri skoraðra marka.

Kamerún lenti undir gegn Mósambík í dag en náði að sigra 2-1. Christian Kofane 19 ára leikmaður Leverkusen skoraði sigurmarkið.

Mósambík fer einnig áfram í næstu umferð þrátt fyrir að enda riðlakeppnina aðeins með 3 stig.

Gabon 2 - 3 Fílabeinsströndin
1-0 Guelor Kanga ('11 )
2-0 Denis Bouanga ('21 )
2-1 Jean-Philippe Krasso ('44 )
2-2 Evann Guessand ('84 )
2-3 Bazoumana Toure ('91)

Mósambík 1 - 2 Kamerún
1-0 Geny Catamo ('23 )
1-1 Feliciano Jone ('28 , sjálfsmark)
1-2 Christian Kofane ('55 )
Athugasemdir
banner