Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fös 01. desember 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdabarátta hjá Start - Lögfræðingur Magna hissa á stjórninni
Fékk fullan stuðning frá íþróttadeildinni
Magni Fannberg.
Magni Fannberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni og fyrrum landsliðsþjálfarinn Erik Hamren.
Magni og fyrrum landsliðsþjálfarinn Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var haldinn krísufundur í Kristiansand í gær vegna stöðunnar hjá Start. Starfsmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn félagsins mættu á fundinn en Magni Fannberg, íþróttastjóri félagsins, gat ekki mætt og var gefið út að það væri vegna veikinda.

Stjórnin setti saman svokallaðan auðlindahóp sem mun starfa að nokkrum verkefnum sem Magni hefði undir eðlilegum kringumstæðum borið ábyrgð á sem íþróttastjóri. Hópurinn á að setja upp langtímaplan fyrir félagið.

Start á í miklum fjárhagsörðugleikum og var dæmt úr leik í umspilinu um sæti í efstu deild þar sem heimavöllur liðsins var ekki leikfær. Í stað þess að hafa kveikt á hitanum undir vellinum var ákveðið að spara peninginn. Ástandið hjá félaginu er því nokkkuð eldfimt þessa dagana - og hefur verið í talsverðan tíma. Í sumar átti að láta Magna fara en þá fengu stjórnendur bréf þar sem lýst var yfir stuðningi við Magna.

Í frétt á Fædrelandsvennen eru tilvitnanir í lögfræðing Magna, Marianne Klausen. Hún segir stjórnina hafa tekið ákvörðun um að mynda þennan hóp án þess að ræða við umbjóðanda sinn. Hún segist hissa á þvi að stjórnin sé að íhuga að svipta skjólstæðingi sínum nauðsynlegu verkefni. Hún er sömuleiðis hissa á því að stjórnin hafi talið nauðsynlegt að segja frá því að Magni glími við veikindi án þess að ræða það fyrst við Magna.

Lögfræðingurinn segir að háttsemi stjórnarinnar krefjist þess að hún snúi sér að stjórninni til að fá nánari upplýsingar.

Á norska miðlinum fvn.no er birt bréf sem allir í stuðningsliðinu og þjálfarateyminu skrifuðu undir í sumar ásamt sameinuðum hóp leikmanna. Þar var lýst yfir stuðningi við Magna og að hann hafi komið inn með einstaklega faglegt hugarfar og sjónarmið.

Í bréfinu kemur fram að stjórninni yrði vel tekið ef hún vildi kanna nánar hvernig upplifun starfsfólks væri á framlagi Magna til félagsins.

Magni er 44 ára og hefur starfað erlendis undanfarin ár. Hann starfaði sem þjálfari Brommapojkarna árið 2015 og yfirþjálfari akamdemíunnar hjá Brann 2016-2018. Hann fór næst til AIK þar sem hann starfaði sem yfirmaður þróunarmála þangað til í fyrra og tók í kjölfarið við starfinu sem hann nú gegnir hjá Start.

Úr bréfinu frá íþróttadeild Start til stjórnarinnar
Undirstrikun á stuðningi við Magna Fannberg

Við í íþróttadeildinni viljum að stjórn félagsins viti hver okkar upplifun á yfirmanni okkar. Ef það koma upp persónuleg mál sem tengjast þeim sem Magni hefur yfirráð yfir, þá á að hlusta á hann.

Magni hefur komið inn með fagmannlegt hugarfar og með það fyrir augum að þróa félagið til lengri tíma litið svo Start geti búið sig undir að vera úrvalsdeildarfélagið sem allir vilja að það sé. Hann vinnur og leiðir með hjartanum í og fyrir félagið, en tekur ekki ákvarðanir út frá tilfinningum, heldur á hörðum, hlutlægum staðreyndum. Það er upplifun okkar að sterkasti einstaklingur félagsins sé einn sá hæfasti í sínu starfi í Noregi.

Það er okkar upplifun að Magni sé markviss, metnaðarfullur og einstaklega vandaður í starfi. Hann er sameinandi persónuleiki og sameinandi afl. Persónulegt hæfi hans í stöðuna sem hann gegnir er óumdeilt.

Hann hefur þá sýn að Start sem félag verði leiðandi afl í toppíþróttum í Suður-Noregi og sem mikilvægan þátt í samfélaginu í þessum hluta Noregs. Við erum tilbúin að svara ef stjórnin vill kanna nánar hvernig við upplifum framlag Magna til Start.
Bjarni Mark: Hitafundir og mikil reiði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner