Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 01. desember 2025 18:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Stefán Marteinn
Aron Einarsson skrifaði undir tveggja ára samning við Njarðvík í kvöld en hann kemur til liðsins á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Leikni var runninn út.

Fótbolti.net ræddi við hann við Aron eftir undirskriftina.

„Mjög góð tilfinning og er mjög spenntur fyrir þessu, Það þurfti eiginlega bara eitt símtal, hann var ekki lengi að selja mér þetta," sagði Aron.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Njarðvík fær í vetur en fyrr í þessum mánuði sömdu þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Alex Freyr Elísson við Njarðvíkinga.

„Það eru allir að róa í sömu átt. Davíð er skýr með það að hann vilji fara langt með þetta lið. Ef við gerum þetta saman þá held ég að við erum ekki í neinum vandræðum með að fara upp," sagði Aron.

„Þetta er frábært skref. Davíð að koma inn í þetta, er spenntur fyrir honum og öllu sem hann stendur fyrir. Ég þekki nokkra stráka hérna, er mjög spenntur."

Það er klárt markmið hjá Njarðvík að vinna sér sæti í Bestu deildinni.

„Það er ekki endilega pressa. Erum búnir að fá mjög góða leikmenn og stóra prófíla en við erum ekkert að hugsa út í það. Við gerum okkar og gera allt það sem Davíð leggur undir. Finn ekki fyrir pressu."
Athugasemdir
banner
banner