Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. janúar 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar að biðja Ísland og önnur lönd að nefna einn völl í höfuðið á Pele
Pele.
Pele.
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino, forseti FIFA, ætlar að biðja öll aðildarríki FIFA um að endurskíra að minnsta kosti einn leikvang í höfuðið á brasilísku goðsögninni Pele.

Pele lést í síðustu viku eftir erfiða baráttu við veikindi. Hann var 82 ára gamall.

Pele er ein mesta goðsögn í sögu fótboltans en honum tókst að hjálpa Brasilíu að vinna heimsmeistaramótið í þrjú skipti.

Infantino, hinn umdeildi forseti FIFA, er núna staddur í Brasilíu þar sem hann verður viðstaddur jarðarför Pele. Hann sagði við fréttamenn þar í landi að hann ætlaði að biðja öll aðildarríki FIFA um að endurskíra einn völl í höfuðið á brasilísku goðsögninni.

Það er spurning hvort við fáum Pele-völlinn hér á Íslandi, og hvaða völlur það verður ef það gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner