Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 02. janúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósar verðandi leikmanni Chelsea - „Hann verður ekki betri en ég, hann verður miklu betri"

Juninho Pernambucano hrósar hinum 18 ára gamla Andrey Santos í hástert en Santos er við það að ganga til liðs við Chelsea.


Juninho er fyrrum landsliðsmaður Brasilíu en hann er þekktastur fyrir tímann sinn hjá Lyon frá 2001-2009 og aukaspyrnutæknina sína.

Fabrizio Romano greindi frá því því í gær að Chelsea væri búið að festa kaup á Santos fyrri 12.5 milljónir evra og deildi síðar tilvísun Juninho frá því í sumar.

„Ég hef aldrei séð 18 ára gamlan leikmann sem er jafn tilbúinn og hann. Hann er algjört naut, tæknilega er hann á háu stigi. Hann verðru ekki betri en ég, hann verður miklu betri en ég," sagði Juninho.


Athugasemdir
banner
banner