Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 02. febrúar 2020 10:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Shearer: Henderson sá besti það sem af er tímabili
Jordan Henderson fyrirliði Liverpool var á skotskónum í gær þegar Southampton kom í heimsókn á Anfield, hann skoraði annað mark liðsins í 4-0 sigri.

Henderson hefur verið frábær í liði Liverpool á tímabilinu sem er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Alan Shearer sem raðaði inn mörkunum með Blackburn og Newcastle á sínum tíma segir að Henderson verðskuldi að vera valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

„Ef að tímabilið myndi klárast á morgun yrði hann efstur á blaði hjá mér yfir bestu leikmenn tímabilsins. Það er engin spurning," sagði Shearer.

„Hann verðlaunaði sjálfan sig fyrir alla erfiðis vinnuna með marki. Þetta var frábær leikur hjá honum, bara eins og allt tímabilið er búið að vera," sagði Shearer.
Athugasemdir
banner