Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 02. mars 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Hólmbert ekki með slitið krossband - Klár eftir sex vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Álasund, hefur fengið góðar fréttir en hann er ekki með slitið krossband eins og óttast var.

Hólmbert var borinn af velli í æfingaleik gegn Molde á föstudaginn og óttast var að hann yrði frá keppni út árið.

Eftir rannsóknir um helgina kom í ljós að Hólmbert slapp betur en á horfðist og hann verður klár í slaginn eftir sex vikur.

„Ég er staðráðinn í að koma sterkari til baka sem aldrei fyrr. Það mun ganga vel," sagði Hólmbert.

Norska úrvalsdeildin hefst í byrjun apríl en Hólmbert mun missa af fyrstu leikjum Álasund vegna meiðslanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner